Skagaheiðin farin að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2015 10:00 Heiðarvötnin eru komin í gang Mynd: KL Það er fátt jafn skemmtilegt og gefandi í veiðinni að fara uppá heiðarvötnin og eyða þar góðum dögum. Heiðarvötnin eru komin í gang eitt af öðru en það er ennþá ófært í einhver þeirra sem ætti þó líklegast að breytast eftir hlýindin þessa helgi. Skagaheiðin er til að mynda farin að gefa afskaplega vel, sérstaklega þegar veiðimenn hitta á réttar aðstæður. Þeir veiðimenn sem hafa farið upp á heiðina þetta sumarið segja að heiðin komi vel undan vetri þó að það hafi lengst hressilega í vorinu og að fiskurinn sé vænn og vel haldinn. Bæði urriðinn og bleikjan virðist líka nokkuð stærri en í fyrra en meðalþyngdin hjá mönnum er greinilega um 500 gr hærri en í fyrra, um þetta eru þeir sammála sem stunda heiðina. Flestir fara beint í vötnin þar sem aðgengi fyrir bíla er gott en ekki skal heldur gleyma því að það eru einmitt vötnin sem flestir fara í. Ef þú nennir smá göngu að vatni þar sem bílar komast ekki að er eiginlega mjög líklegt að þú fáir vatnið svo til í friði fyrir sjálfan þig og veiðin í þessum afskektu vötnum er alls ekkert síðri en í hinum nema síður sé. Mest lesið Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði
Það er fátt jafn skemmtilegt og gefandi í veiðinni að fara uppá heiðarvötnin og eyða þar góðum dögum. Heiðarvötnin eru komin í gang eitt af öðru en það er ennþá ófært í einhver þeirra sem ætti þó líklegast að breytast eftir hlýindin þessa helgi. Skagaheiðin er til að mynda farin að gefa afskaplega vel, sérstaklega þegar veiðimenn hitta á réttar aðstæður. Þeir veiðimenn sem hafa farið upp á heiðina þetta sumarið segja að heiðin komi vel undan vetri þó að það hafi lengst hressilega í vorinu og að fiskurinn sé vænn og vel haldinn. Bæði urriðinn og bleikjan virðist líka nokkuð stærri en í fyrra en meðalþyngdin hjá mönnum er greinilega um 500 gr hærri en í fyrra, um þetta eru þeir sammála sem stunda heiðina. Flestir fara beint í vötnin þar sem aðgengi fyrir bíla er gott en ekki skal heldur gleyma því að það eru einmitt vötnin sem flestir fara í. Ef þú nennir smá göngu að vatni þar sem bílar komast ekki að er eiginlega mjög líklegt að þú fáir vatnið svo til í friði fyrir sjálfan þig og veiðin í þessum afskektu vötnum er alls ekkert síðri en í hinum nema síður sé.
Mest lesið Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði