Hlaupa heim frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand Elísabet Margeirsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:30 Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim Heilsa Heilsa video Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið
Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim
Heilsa Heilsa video Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið