Innlent

„Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið

Bjarki Ármannsson skrifar
Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm.
Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. Vísir/Ernir
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ekki útlit fyrir annað en að deila BHM og ríkisins fari fyrir Gerðardóm við upphaf næsta mánaðar. Samninganefndir deiluaðilanna hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag en fundinum var slitið eftir um hálftíma.

„Það var ekkert nýtt að frétta,“ segir Þórunn um fundinn. „Samninganefnd ríkisins lagði ekkert nýtt á borðið, þannig að þetta var stuttur og árangurslaus fundur.“

Sem kunnugt er, voru lög sett á verkfall heilbrigðisstarfsmanna sem eiga aðild að BHM fyrr í mánuðinum. Félagið hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og verður það mál tekið fyrir í héraðsdómi þann 6. júlí.

Þórunn segir að fyrra tilboð ríkisins að kjarasamningum standi enn óbreytt og að meðal félagsmanna sé ekki vilji til að ganga að þeim samningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×