Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. júlí 2015 12:15 Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur. Verkfall 2016 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira