Óli Geir endurvekur Love Guru – Sjáðu myndbandið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2015 13:03 Love Guru er mættur aftur. Óli Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir, hefur lokið við myndband að nýju lagi sem hann frumflytur hér á Vísi. Í laginu vinnur Óli Geir með engum öðrum en hinum goðsagnakennda Love Guru, karakter sem var skapaður af Þórði Helga Þórðarsyni sem er einnig þekktur sem Doddi Litli. Óli Geir ætlar að gefa lagið til aðdáenda sinna og verður hlekkur undir myndbandinu á Youtube þar sem hægt er að sækja lagið.Hér að neðan má sjá myndbandið en fyrir neðan er viðtal sem Vísir tók við Óla Geir í tilefni útgáfunnar.Doddi litli mættur.vísirHvaðan kom hugmyndin að endurvekja Love Guru?Í fyrsta lagi þá var ég Love Guru fan hérna í gamla daga, það er bara þannig. Ég man þegar ég var að byrja vinna í skemmtanabransanum, þá byrjaði ég sem barþjónn á skemmtistað í Keflavík og þá kom hann oft að troða upp þar. Hann troðfyllti kofann í hvert einasta skipti. Mér fannst smá vöntun á tónlistaratriði sem hægt er að nota í partýin sem ég hef verið að halda, langaði í eitthvað "nýtt". Fyrir um 8 mánuðum þegar ég var að gera þetta lag þá vantaði mig söngvara í það. Ég fékk Love Guruinn til að koma með mér á gigg á Selfossi og okkur tókst að fylla húsið þar, þá var ekki snúið aftur, hann var ennþá með þetta! Þannig ég ákvað að henda á hann þessu lagi og hann var hrifin. Við fórum í studio og þessi sumarslagari varð til! Þið tókuð upp á Bíladögum á AK, hvernig var stemningin fyrir norðan?Við tókum upp tónlistarmyndbandið mest megnis á Akureyri, á bíladögum. Við mynduðum þar Guru keyra frá Reykjavík til Akureyrar þar sem hann var á leiðinni á Bíladaga, þar á Guru heima, þar er hann aðalkallinn. Stemningin á Bíladögum var gegggjuð, eins og alltaf.Hvaðan kom hugmyndin að taka upp á bíladögum?Eiður Birgison sem leikstýrði myndbandinu kom með þá hugmynd. Eiður er góður vinur minn og einn mesti fagmaður sem ég þekki. Ég leitaði til hans í sambandi við tónlistarmyndband fyrir lagið. Fyrsta hugmynd sem hann kom með voru Bíladagar. Tengingin með Love Guru og Bíladaga hljómaði eitthvað svo sexy þannig ég gaf grænt á það. Þá fór hann að gera þetta snildar handrit sem hann fékk svo Hákon Sverrison til að mynda með stæl.Hvað er að gerast í tónlistinni hjá þér? Maður sér að þú ert að spila víða. Hvað er að frétta úr þeim geira?Það er nóg að gerast. Ég er búin að vera klára nokkur lög á þessu ári sem ég get ekki beðið eftir að gefa út. Er núna að tala við nokkur erlend útgáfufyrirtæki í sambandi við þau og hef á milli nokkra að velja sem er bara geggjað. Ég er svo að spila mjög mikið erlendis inn á milli, var t.d. í Asíu um daginn þar sem ég spilaði á nokkrum stöðum í Filipseyjum. Þar er bara basic að spila fyrir 2.000 manns. Ég er svona að vona að lögin sem ég gef út á næstunni eigi eftir að færa mér fleiri þannig gigg. Er með nokkur þannig bókuð nú þegar. Það eru bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan.Hvernig gengur tökurnar á laginu og á myndbandinu?Tökurnar á myndbandinu vonum framar enda fagmenn að verki. Allir á Bíladögum sem við leituðum til voru til í að hjálpa okkur og er ég ævinlega þakklátur fyrir það og vill þakka öllum fyrir sem komu að þessu. Í sambandi við lagið þá tók það 8 mánuði. Við fórum í studio fyrir áramót að taka upp sönginn og svo var auðvitað prófaða að spila lagið á skemmtistöðum landsins til að sjá hvernig það virkaði á gólfið. Oft er erfitt að spila lög sem fólk kannast ekki við en allir virtust taka vel í það, sem er bara snilld.Hvernig var Doddi að fíla sig þarna, mættur aftur?Doddi var að fíla sig í botn og það er búið að vera yndislegt að vinna með honum, þvílíkur meistari. Hann hefur sýnt þessu verkefni mikin metnað. Það er óhætt að segja að Love Guru sé mættur aftur. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Óli Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir, hefur lokið við myndband að nýju lagi sem hann frumflytur hér á Vísi. Í laginu vinnur Óli Geir með engum öðrum en hinum goðsagnakennda Love Guru, karakter sem var skapaður af Þórði Helga Þórðarsyni sem er einnig þekktur sem Doddi Litli. Óli Geir ætlar að gefa lagið til aðdáenda sinna og verður hlekkur undir myndbandinu á Youtube þar sem hægt er að sækja lagið.Hér að neðan má sjá myndbandið en fyrir neðan er viðtal sem Vísir tók við Óla Geir í tilefni útgáfunnar.Doddi litli mættur.vísirHvaðan kom hugmyndin að endurvekja Love Guru?Í fyrsta lagi þá var ég Love Guru fan hérna í gamla daga, það er bara þannig. Ég man þegar ég var að byrja vinna í skemmtanabransanum, þá byrjaði ég sem barþjónn á skemmtistað í Keflavík og þá kom hann oft að troða upp þar. Hann troðfyllti kofann í hvert einasta skipti. Mér fannst smá vöntun á tónlistaratriði sem hægt er að nota í partýin sem ég hef verið að halda, langaði í eitthvað "nýtt". Fyrir um 8 mánuðum þegar ég var að gera þetta lag þá vantaði mig söngvara í það. Ég fékk Love Guruinn til að koma með mér á gigg á Selfossi og okkur tókst að fylla húsið þar, þá var ekki snúið aftur, hann var ennþá með þetta! Þannig ég ákvað að henda á hann þessu lagi og hann var hrifin. Við fórum í studio og þessi sumarslagari varð til! Þið tókuð upp á Bíladögum á AK, hvernig var stemningin fyrir norðan?Við tókum upp tónlistarmyndbandið mest megnis á Akureyri, á bíladögum. Við mynduðum þar Guru keyra frá Reykjavík til Akureyrar þar sem hann var á leiðinni á Bíladaga, þar á Guru heima, þar er hann aðalkallinn. Stemningin á Bíladögum var gegggjuð, eins og alltaf.Hvaðan kom hugmyndin að taka upp á bíladögum?Eiður Birgison sem leikstýrði myndbandinu kom með þá hugmynd. Eiður er góður vinur minn og einn mesti fagmaður sem ég þekki. Ég leitaði til hans í sambandi við tónlistarmyndband fyrir lagið. Fyrsta hugmynd sem hann kom með voru Bíladagar. Tengingin með Love Guru og Bíladaga hljómaði eitthvað svo sexy þannig ég gaf grænt á það. Þá fór hann að gera þetta snildar handrit sem hann fékk svo Hákon Sverrison til að mynda með stæl.Hvað er að gerast í tónlistinni hjá þér? Maður sér að þú ert að spila víða. Hvað er að frétta úr þeim geira?Það er nóg að gerast. Ég er búin að vera klára nokkur lög á þessu ári sem ég get ekki beðið eftir að gefa út. Er núna að tala við nokkur erlend útgáfufyrirtæki í sambandi við þau og hef á milli nokkra að velja sem er bara geggjað. Ég er svo að spila mjög mikið erlendis inn á milli, var t.d. í Asíu um daginn þar sem ég spilaði á nokkrum stöðum í Filipseyjum. Þar er bara basic að spila fyrir 2.000 manns. Ég er svona að vona að lögin sem ég gef út á næstunni eigi eftir að færa mér fleiri þannig gigg. Er með nokkur þannig bókuð nú þegar. Það eru bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan.Hvernig gengur tökurnar á laginu og á myndbandinu?Tökurnar á myndbandinu vonum framar enda fagmenn að verki. Allir á Bíladögum sem við leituðum til voru til í að hjálpa okkur og er ég ævinlega þakklátur fyrir það og vill þakka öllum fyrir sem komu að þessu. Í sambandi við lagið þá tók það 8 mánuði. Við fórum í studio fyrir áramót að taka upp sönginn og svo var auðvitað prófaða að spila lagið á skemmtistöðum landsins til að sjá hvernig það virkaði á gólfið. Oft er erfitt að spila lög sem fólk kannast ekki við en allir virtust taka vel í það, sem er bara snilld.Hvernig var Doddi að fíla sig þarna, mættur aftur?Doddi var að fíla sig í botn og það er búið að vera yndislegt að vinna með honum, þvílíkur meistari. Hann hefur sýnt þessu verkefni mikin metnað. Það er óhætt að segja að Love Guru sé mættur aftur.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira