Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2015 13:30 DJ Lord, hinn litríki Flavor Flav og Chuck D héldu gestum við efnið allan tímann. vísir/ernir Áhugafólk um rapp af gamla skólanum hefur haft ærna ástæðu til að brosa hringinn í sumar. Erlendar rappgoðsagnir hafa numið hér land hver á fætur annarri; Busta Rhymes og Wu-Tang Clan stigu á stokk fyrir um tveimur vikum síðan í Laugardal og þá er rakkapabbinn Snoop Dogg væntalegur um miðjan júlímánuð. Á Ásbrú í gærkvöldi var röðin komin að Public Enemy; sveitinni sem óneitanlega verður að teljast áhrifamesta rapphljómsveit allra tíma, hvort sem er á sviði tónlistar eða þjóðmálaumræðunnar vestanhafs, sem loks var skjalfest árið 2013 þegar sveitin var tekin í Frægðarhöll Rokksins; fjórða rappgrúbban sem hefur hlotið þann heiður. Því var ekki nema von að það örlaði á eftirvæntingu í flugvélarskýlinu á gamla varnarsvæðinu meðan hver rótarinn á fætur öðrum undirbjó sviðið fyrir komu goðsagnanna sem hafa verið iðnar við kolann allt frá stofnun Public Enemy árið 1982. Baráttuandann vantar ekki í Chuck D.Vísir/ernirHljómsveitin hefur ekki einungis selt heldur beinlínis gefið út plötur í bílförmum - alls 15 stykki, þar af, og það er leiðinlegt að segja það, 11 breiðskífur eftir að hún var komin af léttasta skeiði. Liðlega 25 ár eru liðin frá því að frægðarsól sveitarinnar reis sem hæst og lítið markvert hefur heyrst af henni síðan, að frátöldum örfáum slögurum sem þó standa ekki aggresívri og hápólitískri ádeilutónlistinni sem gerði Public Enemy ódauðlega í upphafi tíunda áratugarins snúning. Því var eftirvæntingin eilítið beggja blands. Annars vegar einkenndist hún af tilhlökkuninni sem fylgir öllum stórum tónleikum en einnig eilitlum kvíða. Public Enemy gæti fyllt margar tónleikadagskrár með lögum sem fáir hafa nennt að hlusta sig í gegnum, forsprakkarnir eru farnir að eldast og einn færasti plötusnúður tónlistarsögunnar, Terminator X, sagði skilið við sveitina fyrir margt löngu síðan. Gat áhrifamesta rappgrúbba sögunnar raunverulega staðið undir væntingum? Til þess að taka af allan vafa hér strax í upphafi þá voru þær áhyggjur tilefnislausar með öllu og það fór ekki á milli mála frá fyrstu sekúndu og glitta tók í fána sveitarinnar. Það var eitthvað spikfeitt í vændum allt frá því að hettuklæddupeysurrótari kallaðist á við salinn „Real hip hop is here“ og hljóðfæraleikararnir fjórir stilltu saman strengi sína svo úr varð einhver spennnuþrungnasta hljóðprufa sem undirritaður hefur séð. Þá gall sírenan loksins og tveir hermenn stigu inn á svið sem fékk margan tónleikagestinn til að leiða hugann að staðsetningu sinni – gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem fjöldi hermanna marseraði áður. Óneitanlega kaldhæðnislegt að vera staddur í húsakynnum bandaríska hersins sem Public Enemy hefur svo oft farið ófögrum orðum um í gegnum tíðina.Flavor Flav barði húðirnar í gær af miklum móð.vísir/ernirSexfaldur afi með sóló Þá steig Chuck D. á svið og ljóst var að tónleikagestir myndu fá að það sem þeir vildu, þetta gamla góða. Tónninn var sleginn strax frá byrjun með upphafslagi tónleikanna, Miuzi Weighs a Ton, sem kom út á fyrstu breiðskífu sveitarinnar árið 1987. Hinn skrautlegi Flavor Flav stökk svo á svið skömmu áður en Chuck D. lét „Yes“-ið falla í upphafi Rebel Without a Pause og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir áratugalanga óreglu er Flavor Flav eflaust einhver sjúskaðasti maður sem stigið hefur fæti á sviðið á Ásbrú (hreppir þann titil naumlega af Iggy Popp sem steig á sviðið eftir sveitinni) en ef einhver óttaðist að Keith Richards rappsins væri dauður úr öllum æðum þurfti sá hinn sami ekki að örvænta. Flavor Flav lék á als oddi; hoppaði um sem unglamb væri, rappið flæddi úr honum eins og eftir vorleysingar, hann greip í hvert hljóðfærið á fætur öðru og kreisti úr þeim ótrúlegustu sóló meðan Chuck D. rappaði undir af sinni alkunnu snilld. Aldurinn ætlaði svo sannarlega ekki að aftra hinum 56 ára gamla Flav sem gantaðist sjálfur með aldurinn. Tilkynnti salnum að hann væri nýverið búinn að eignast sitt sjötta barnabarn við mikinn fögnuð viðstaddra og tileinkaði því tónleika kvöldsins þar sem hver smellurinn rak þann næsta. DJ Lord gaf fyrrennara sínum, Terminator X, ekki tommu eftir.Vísir/ErnirÞeir félagar, studdir hljóðfæraleikurunum fjórum og meðlimum S1W, keyrðu af trukki í rúma klukkustund þar sem þeir gerðu mikið úr því að kallast á við salinn, fá hann til að sveifla höndum og syngja með ódauðlegum lögum á borð við Bring the Noise, Don't Belive the Hype, Fight the Power, 911 is a Joke, Can‘t Truss It, Night of The Living Baseheads, Shut'em Down og lokalagi kvöldsins - Harder Than You Think. Tónleikarnir voru brotnir upp með skilaboðum forsprakkanna til hljómsveitargesta sem og fyrrnefndum kúnstum Flavor Flav. Skífuskankarinn DJ Lord fékk einnig að láta ljós sitt skína þegar hann gæddi nýju lífi hið annars útjaskaða lag Nirvana, Smells Like Teen Spirit, með mögnuðum rispum og skiptingum. Þá var nokkrum nýrri lögum sveitarinnar laumað að á milli stærstu smellanna - þeirra á meðal var lag af nýjustu plötu sveitarinnar, Man plans god laughs, sem kemur út síðar í ár - 28 árum eftir að þeir Chuck D og Flavor Flav sögðu sig fyrst vera stærstu óvini ríksins árið 1987.Flavor Flav og Chuck D skiluðu sínu og gott betur.Vísir/ernirDómur: Tupperware, hljóðið og Svarta stálið Ég segi það og skrifa; betri rapptónleikar hafa ekki verið settir upp hér á landi heldur en þeir sem fóru fram í flugskýlinu að Ásbrú í gærkvöldi. Meðlimir Public Enemy gáfu gestum allt sem þeir hefðu getað beðið um á þeim rúma klukkutíma sem sveitin hafði úr að moða. Vinsælustu lög hljómsveitarinnar fengu nær öll að hljóma, þrátt fyrir að vera langt komin á þrítugsaldur og þau spiluðu af þvílíkum krafti að annð eins hefur vart sést. Sviðið var vel nýtt og þegar mest lét voru 12 manns á því í einu, ýmist að spila, rappa eða halda stemningunni í salnum gangandi með handabendingum og hnefauppréttingum. Tónleikarnir hefðu fengið allar fimm stjörnurnar ef ekki hefði verið nokkra núansa. Sá stærsti þeirra var hljóðið sem var í sannleika sagt afleitt. Oft var illgreinanlegt hvað þeir kollegar voru að segja, jafnt í lögum sem og á milli laga, sem gerði mörg köll þeirra eftir viðbrögðum úr salnum eilítið pínleg. „Bíddu, hvað nákvæmlega á ég að segja þegar hann segir eitthvað?“ eins og næsti maður við mig hvíslaði að mér ráðvilltur.Aðeins þeir sjóaðari í Public Enemy-fræðunum náðu að fylgja eftir texta þeirra félaga á köflum sem er auðvitað ekki nógu gott í tilviki hljómsveitar sem byggir alla sína frægð á hárbeittum ádeilum og háði í textum sínum. Þá auglýstu þeir félagar nýju plötuna sína reglulega á milli laga, líklega fjórum sinn, sem fékk undirritaðan stundum til að finnst eins og hann væri á Tupperware-kynningu. Plötusala sveitarinnar hefur svo sem ekki verið svipur hjá sjón á undanförnum árum en hljómsveit af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að standa í slíkri auglýsingamennsku. Punkturinn hefði svo verið settur yfir hið risastóra kaldhæðna „i“ ef Public Enemy hefði tekið lagið Black Steel in the Hour of Chaos í gær. Lagið fjallar í stórum dráttum um andstöðu sveitarinnar við bandaríska herinn sem hefði tónað vel við yfirgefnu herstöðina þar sem tónleikarnir fóru fram. En þegar öllu er á botninn hvolft skipta þessar aðfinnslur litlu máli. Tónleikarnir voru frábærir og tónleikagestir gáfu það til kynna með háværum fagnaðarlátum eftir hjartnæma ræðu Flavor Flav þar sem hann lýsti andstöðu sinni við kynþáttahatur og aðskilnað, óskaði öllum viðstöddum velfarnarðar ásamt því að þakka hjartanlega fyrir sig. „Ísland, ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Þetta eru mestu fagnaðarlæti sem ég hef fengið – líklega þau bestu í sögu Public Enemy,“ sagði Flavor Flav og uppskar þeim mun hærri fögnuð fyrir vikið. Fögnuðinn má sjá í myndbandinu hér að neðan sem talar líklega sínu máli. Og fyrir hönd allra þeirra sem kunna að hafa efast um stundarsakir áður en þeir gengu inn í flugskýlið í gærkvöldi þá segi ég - Chuck D og Flavor Flav, þið eruð og verðið alltaf Óvinir ríkisins no. 1. ATP í Keflavík Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Áhugafólk um rapp af gamla skólanum hefur haft ærna ástæðu til að brosa hringinn í sumar. Erlendar rappgoðsagnir hafa numið hér land hver á fætur annarri; Busta Rhymes og Wu-Tang Clan stigu á stokk fyrir um tveimur vikum síðan í Laugardal og þá er rakkapabbinn Snoop Dogg væntalegur um miðjan júlímánuð. Á Ásbrú í gærkvöldi var röðin komin að Public Enemy; sveitinni sem óneitanlega verður að teljast áhrifamesta rapphljómsveit allra tíma, hvort sem er á sviði tónlistar eða þjóðmálaumræðunnar vestanhafs, sem loks var skjalfest árið 2013 þegar sveitin var tekin í Frægðarhöll Rokksins; fjórða rappgrúbban sem hefur hlotið þann heiður. Því var ekki nema von að það örlaði á eftirvæntingu í flugvélarskýlinu á gamla varnarsvæðinu meðan hver rótarinn á fætur öðrum undirbjó sviðið fyrir komu goðsagnanna sem hafa verið iðnar við kolann allt frá stofnun Public Enemy árið 1982. Baráttuandann vantar ekki í Chuck D.Vísir/ernirHljómsveitin hefur ekki einungis selt heldur beinlínis gefið út plötur í bílförmum - alls 15 stykki, þar af, og það er leiðinlegt að segja það, 11 breiðskífur eftir að hún var komin af léttasta skeiði. Liðlega 25 ár eru liðin frá því að frægðarsól sveitarinnar reis sem hæst og lítið markvert hefur heyrst af henni síðan, að frátöldum örfáum slögurum sem þó standa ekki aggresívri og hápólitískri ádeilutónlistinni sem gerði Public Enemy ódauðlega í upphafi tíunda áratugarins snúning. Því var eftirvæntingin eilítið beggja blands. Annars vegar einkenndist hún af tilhlökkuninni sem fylgir öllum stórum tónleikum en einnig eilitlum kvíða. Public Enemy gæti fyllt margar tónleikadagskrár með lögum sem fáir hafa nennt að hlusta sig í gegnum, forsprakkarnir eru farnir að eldast og einn færasti plötusnúður tónlistarsögunnar, Terminator X, sagði skilið við sveitina fyrir margt löngu síðan. Gat áhrifamesta rappgrúbba sögunnar raunverulega staðið undir væntingum? Til þess að taka af allan vafa hér strax í upphafi þá voru þær áhyggjur tilefnislausar með öllu og það fór ekki á milli mála frá fyrstu sekúndu og glitta tók í fána sveitarinnar. Það var eitthvað spikfeitt í vændum allt frá því að hettuklæddupeysurrótari kallaðist á við salinn „Real hip hop is here“ og hljóðfæraleikararnir fjórir stilltu saman strengi sína svo úr varð einhver spennnuþrungnasta hljóðprufa sem undirritaður hefur séð. Þá gall sírenan loksins og tveir hermenn stigu inn á svið sem fékk margan tónleikagestinn til að leiða hugann að staðsetningu sinni – gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem fjöldi hermanna marseraði áður. Óneitanlega kaldhæðnislegt að vera staddur í húsakynnum bandaríska hersins sem Public Enemy hefur svo oft farið ófögrum orðum um í gegnum tíðina.Flavor Flav barði húðirnar í gær af miklum móð.vísir/ernirSexfaldur afi með sóló Þá steig Chuck D. á svið og ljóst var að tónleikagestir myndu fá að það sem þeir vildu, þetta gamla góða. Tónninn var sleginn strax frá byrjun með upphafslagi tónleikanna, Miuzi Weighs a Ton, sem kom út á fyrstu breiðskífu sveitarinnar árið 1987. Hinn skrautlegi Flavor Flav stökk svo á svið skömmu áður en Chuck D. lét „Yes“-ið falla í upphafi Rebel Without a Pause og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir áratugalanga óreglu er Flavor Flav eflaust einhver sjúskaðasti maður sem stigið hefur fæti á sviðið á Ásbrú (hreppir þann titil naumlega af Iggy Popp sem steig á sviðið eftir sveitinni) en ef einhver óttaðist að Keith Richards rappsins væri dauður úr öllum æðum þurfti sá hinn sami ekki að örvænta. Flavor Flav lék á als oddi; hoppaði um sem unglamb væri, rappið flæddi úr honum eins og eftir vorleysingar, hann greip í hvert hljóðfærið á fætur öðru og kreisti úr þeim ótrúlegustu sóló meðan Chuck D. rappaði undir af sinni alkunnu snilld. Aldurinn ætlaði svo sannarlega ekki að aftra hinum 56 ára gamla Flav sem gantaðist sjálfur með aldurinn. Tilkynnti salnum að hann væri nýverið búinn að eignast sitt sjötta barnabarn við mikinn fögnuð viðstaddra og tileinkaði því tónleika kvöldsins þar sem hver smellurinn rak þann næsta. DJ Lord gaf fyrrennara sínum, Terminator X, ekki tommu eftir.Vísir/ErnirÞeir félagar, studdir hljóðfæraleikurunum fjórum og meðlimum S1W, keyrðu af trukki í rúma klukkustund þar sem þeir gerðu mikið úr því að kallast á við salinn, fá hann til að sveifla höndum og syngja með ódauðlegum lögum á borð við Bring the Noise, Don't Belive the Hype, Fight the Power, 911 is a Joke, Can‘t Truss It, Night of The Living Baseheads, Shut'em Down og lokalagi kvöldsins - Harder Than You Think. Tónleikarnir voru brotnir upp með skilaboðum forsprakkanna til hljómsveitargesta sem og fyrrnefndum kúnstum Flavor Flav. Skífuskankarinn DJ Lord fékk einnig að láta ljós sitt skína þegar hann gæddi nýju lífi hið annars útjaskaða lag Nirvana, Smells Like Teen Spirit, með mögnuðum rispum og skiptingum. Þá var nokkrum nýrri lögum sveitarinnar laumað að á milli stærstu smellanna - þeirra á meðal var lag af nýjustu plötu sveitarinnar, Man plans god laughs, sem kemur út síðar í ár - 28 árum eftir að þeir Chuck D og Flavor Flav sögðu sig fyrst vera stærstu óvini ríksins árið 1987.Flavor Flav og Chuck D skiluðu sínu og gott betur.Vísir/ernirDómur: Tupperware, hljóðið og Svarta stálið Ég segi það og skrifa; betri rapptónleikar hafa ekki verið settir upp hér á landi heldur en þeir sem fóru fram í flugskýlinu að Ásbrú í gærkvöldi. Meðlimir Public Enemy gáfu gestum allt sem þeir hefðu getað beðið um á þeim rúma klukkutíma sem sveitin hafði úr að moða. Vinsælustu lög hljómsveitarinnar fengu nær öll að hljóma, þrátt fyrir að vera langt komin á þrítugsaldur og þau spiluðu af þvílíkum krafti að annð eins hefur vart sést. Sviðið var vel nýtt og þegar mest lét voru 12 manns á því í einu, ýmist að spila, rappa eða halda stemningunni í salnum gangandi með handabendingum og hnefauppréttingum. Tónleikarnir hefðu fengið allar fimm stjörnurnar ef ekki hefði verið nokkra núansa. Sá stærsti þeirra var hljóðið sem var í sannleika sagt afleitt. Oft var illgreinanlegt hvað þeir kollegar voru að segja, jafnt í lögum sem og á milli laga, sem gerði mörg köll þeirra eftir viðbrögðum úr salnum eilítið pínleg. „Bíddu, hvað nákvæmlega á ég að segja þegar hann segir eitthvað?“ eins og næsti maður við mig hvíslaði að mér ráðvilltur.Aðeins þeir sjóaðari í Public Enemy-fræðunum náðu að fylgja eftir texta þeirra félaga á köflum sem er auðvitað ekki nógu gott í tilviki hljómsveitar sem byggir alla sína frægð á hárbeittum ádeilum og háði í textum sínum. Þá auglýstu þeir félagar nýju plötuna sína reglulega á milli laga, líklega fjórum sinn, sem fékk undirritaðan stundum til að finnst eins og hann væri á Tupperware-kynningu. Plötusala sveitarinnar hefur svo sem ekki verið svipur hjá sjón á undanförnum árum en hljómsveit af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að standa í slíkri auglýsingamennsku. Punkturinn hefði svo verið settur yfir hið risastóra kaldhæðna „i“ ef Public Enemy hefði tekið lagið Black Steel in the Hour of Chaos í gær. Lagið fjallar í stórum dráttum um andstöðu sveitarinnar við bandaríska herinn sem hefði tónað vel við yfirgefnu herstöðina þar sem tónleikarnir fóru fram. En þegar öllu er á botninn hvolft skipta þessar aðfinnslur litlu máli. Tónleikarnir voru frábærir og tónleikagestir gáfu það til kynna með háværum fagnaðarlátum eftir hjartnæma ræðu Flavor Flav þar sem hann lýsti andstöðu sinni við kynþáttahatur og aðskilnað, óskaði öllum viðstöddum velfarnarðar ásamt því að þakka hjartanlega fyrir sig. „Ísland, ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Þetta eru mestu fagnaðarlæti sem ég hef fengið – líklega þau bestu í sögu Public Enemy,“ sagði Flavor Flav og uppskar þeim mun hærri fögnuð fyrir vikið. Fögnuðinn má sjá í myndbandinu hér að neðan sem talar líklega sínu máli. Og fyrir hönd allra þeirra sem kunna að hafa efast um stundarsakir áður en þeir gengu inn í flugskýlið í gærkvöldi þá segi ég - Chuck D og Flavor Flav, þið eruð og verðið alltaf Óvinir ríkisins no. 1.
ATP í Keflavík Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira