Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 19:21 „Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
„Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24