Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 19:21 „Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24