Atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga lokið: „Líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:33 Hjúkrunarfræðingar hafa almennt verið neikvæðir í garð kjarasamnings við ríkið. Vísir „Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01 Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
„Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00