Marc Marquez, heimsmeistari síðustu tveggja ára, bar sigur úr býtum í MotoGP kappakstrinum sem fór fram á Sachsenring brautinni í Þýskalandi í dag. Þetta stjötti sigur hans í röð á Sachsenring.
Vonir Marquez um að verja titil sinn eru veikar en hann virðist þó ekki ætla að leggja árar í bát og stefnir á að veita þeim Valentino Rossi og Jorge Lorenzo hraða keppni á síðasti hluta tímabilsins.
"Mér leið vel frá byrjun og þegar ég náði góðri forystu reyndi ég að stjórna kappakstrinum. Ég er ánægður því við vorum fremstir alla helgina og það er langt síðan það gerðist," segir Marquez en hann var fremstur á ráspól eftir tímatökuna í gær.
Félagi hans í Honda-liðinu, Dani Pedroso, endaði í 2. sæti en goðsögnin Valentino Rossi á Yamaha í því þriðja. Rossi er efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 179 stig, 13 stigum á undan félaga sínum á Yamaha, Jorge Lorenzo.
Marquez er í 4. sæti með 114 stig en keppnistímabilið er nú hálfnað.
Sjötti sigur Marquez í röð á Sachsenring brautinni í Þýskalandi

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn