Jordan Spieth fer illa af stað á John Deere Classic 10. júlí 2015 13:30 Spieth fann sig ekki á fyrsta hring. AP/Getty Það er mikið að gerast í golfheiminum um helgina en í næstu viku hefst Opna breska meistaramótið á St. Andrews og keppast því bestu kylfingar heims um að komast í sem best form fyrir það. Á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum fer fram John Deere Classic á TPC Deere Run vellinum en eftir fyrsta hring leiða Nicholas Thompson og Justin Thomas mótið á átta höggum undir pari.Jordan Spieth er meðal þátttakenda eftir tveggja vikna frí frá golfi eftir að hafa sigrað á US Open en hann fann sig aldrei á fyrsta hring og kom inn á sléttu pari. Hann er í 101. sæti en skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring. Hinum megin við Atlantshafið fer fram Opna skoska meistaramótið á Evrópumótaröðinni en það fer fram á Gullaine strandarvellinum. Þar eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda en mótið er talið frábær undirbúningur fyrir Opna breska sem fer fram í svipuðum aðstæðum. Eftir fyrsta hring leiðir Thorbjorn Olesen frá Danmörku á sjö höggum undir pari en Rickie Fowler, Graeme McDowell, Jimmy Walker og Justin Rose ásamt fleiri þekktum nöfnum léku einnig vel á fyrsta hring og eru ofarlega á skortöflunni. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er mikið að gerast í golfheiminum um helgina en í næstu viku hefst Opna breska meistaramótið á St. Andrews og keppast því bestu kylfingar heims um að komast í sem best form fyrir það. Á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum fer fram John Deere Classic á TPC Deere Run vellinum en eftir fyrsta hring leiða Nicholas Thompson og Justin Thomas mótið á átta höggum undir pari.Jordan Spieth er meðal þátttakenda eftir tveggja vikna frí frá golfi eftir að hafa sigrað á US Open en hann fann sig aldrei á fyrsta hring og kom inn á sléttu pari. Hann er í 101. sæti en skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring. Hinum megin við Atlantshafið fer fram Opna skoska meistaramótið á Evrópumótaröðinni en það fer fram á Gullaine strandarvellinum. Þar eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda en mótið er talið frábær undirbúningur fyrir Opna breska sem fer fram í svipuðum aðstæðum. Eftir fyrsta hring leiðir Thorbjorn Olesen frá Danmörku á sjö höggum undir pari en Rickie Fowler, Graeme McDowell, Jimmy Walker og Justin Rose ásamt fleiri þekktum nöfnum léku einnig vel á fyrsta hring og eru ofarlega á skortöflunni.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira