Merki um vökvaskort á æfingu Rikka skrifar 28. júlí 2015 14:00 vísir/getty Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur. Heilsa Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið
Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur.
Heilsa Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið