Merki um vökvaskort á æfingu Rikka skrifar 28. júlí 2015 14:00 vísir/getty Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur. Heilsa Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið
Vatns- og vökvadrykkja skiptir höfuðmáli hvort sem er á æfingum eða í daglegu lífi. Talið er að um meðalmanneskja þurfi að drekka um tvo til þrjá lítra á dag en fer það eftir aðstæðum hverju sinni svo sem veðri og vindum. Eins og með allt annað þá er allt gott í hófi og getur of mikil drykkja á vökva verið hreinlega skaðleg líkamanum. Örlítil þorstatilfinning á líkamsræktaræfingu getur verið fyrsta merki um að líkamanum vanti vökva en það eru aðrar vísbendingar sem geta gefið til kynna að vökvi sé af skornum skammti í kerfinu.ÞreytaVökvaskortur getur komið fram í þreytu í upphafi æfinga eða hlaupa, stundum er þetta þreyta eftir langan vinnudag en stundum má kenna vökvaskorti um. Gættu þess að drekka jafnt og þétt yfir daginn og vel á eftir æfingum.KrampiEf þú drekkur ekki hæfilega mikið af vökva getur það komið fram sem krampi í vöðvum. Krampi getur líka stafað af skorti á steinefnum eins og kalíum og magnesíum. Banani gæti verið góður kostur fyrir æfingar en hann inniheldur hvoru tveggja.Hærri púlsPúlsmælir er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja fylgjast vel með líkamanum á æfingum. Notir þú púlsmæli reglulega og tekur eftir því að púlsinn er að hækka þrátt fyrir svipaðar æfingar og áður getur ástæðan verið vatnsskortur.
Heilsa Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið