Varnarmaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er farinn til ÍBV á láni frá Fylki en hann mun klára tímabilið með Eyjamönnum.
Hjá ÍBV hittir Stefán fyrir Ásmund Arnarsson sem þjálfaði hann hjá Fylki.
Stefán, sem er frá Selfossi, lék níu leiki með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar en hefur ekkert komið við sögu hjá liðinu eftir að Hermann Hreiðarsson tók við því af Ásmundi.
Stefán fær ekki leikheimild með ÍBV fyrr en á morgun og getur því ekki verið með Eyjamönnum gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Leikur KR og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Stefán Ragnar fylgir Ásmundi til Eyja
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



