Þarf flugsæti fyrir sellóið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 10:45 "Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir Steiney. Vísir/Anton Brink Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira