Stórlax úr Árbót í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2015 07:20 Þorsteinn með laxinn sem hann veiddi í Árbót Laxá í Aðaldal er eins og flestir veiðimenn vita annáluð fyrir stórlaxa og þarna liggja iðullega stórlaxar. Svæðið er geysilega skemmtilegt og bæði von á urriða og laxi en á þessum tíma fara flestir í það með þá von að ná í einn stórlax. Þorsteinn Guðmundsson fór ásamt félögum sínum og tók tvær vaktir. Það var greinilega alveg nóg því á land kom þessi höfðingi sem sést á myndinni og að baráttu lokinni fékk hann að fara aftur í ánna. "Við skruppum í Árbót í Aðaldal í gærkveldi og veiddum tvær vaktir. Mikið af fiski var að sýna sig en takan var heldur róleg það sem það var nokkur litur í ánni vegna rigninga en þrátt fyrir það lönduðum við einum mjög góðum góðum. 100 cm fiskur sem tók fluguna Krafla Eldur. Veiðistaðurinn var Bótastrengur og það þurfti alveg að hafa aðeins fyrir þessum til að koma honum á land" sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. Þorsteinn er félagi í Veiðifélaginu Mokveiðifélagið sem er best þekkt fyrir að félagar þess eru allir veiðnir með eindæmum en jafnframt fylgir þeim það góða orð að ganga afskaplega vel um árnar og vera hvatamenn fyrir því að menn sleppi og verndi stórlaxinn. Við viljum gjarnan heyra af veiði frá okkar lesendum og geta þeir sem vilja deila með okkur veiði og veiðimyndum sent póst á kalli@365.is Mest lesið Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði
Laxá í Aðaldal er eins og flestir veiðimenn vita annáluð fyrir stórlaxa og þarna liggja iðullega stórlaxar. Svæðið er geysilega skemmtilegt og bæði von á urriða og laxi en á þessum tíma fara flestir í það með þá von að ná í einn stórlax. Þorsteinn Guðmundsson fór ásamt félögum sínum og tók tvær vaktir. Það var greinilega alveg nóg því á land kom þessi höfðingi sem sést á myndinni og að baráttu lokinni fékk hann að fara aftur í ánna. "Við skruppum í Árbót í Aðaldal í gærkveldi og veiddum tvær vaktir. Mikið af fiski var að sýna sig en takan var heldur róleg það sem það var nokkur litur í ánni vegna rigninga en þrátt fyrir það lönduðum við einum mjög góðum góðum. 100 cm fiskur sem tók fluguna Krafla Eldur. Veiðistaðurinn var Bótastrengur og það þurfti alveg að hafa aðeins fyrir þessum til að koma honum á land" sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. Þorsteinn er félagi í Veiðifélaginu Mokveiðifélagið sem er best þekkt fyrir að félagar þess eru allir veiðnir með eindæmum en jafnframt fylgir þeim það góða orð að ganga afskaplega vel um árnar og vera hvatamenn fyrir því að menn sleppi og verndi stórlaxinn. Við viljum gjarnan heyra af veiði frá okkar lesendum og geta þeir sem vilja deila með okkur veiði og veiðimyndum sent póst á kalli@365.is
Mest lesið Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði