Þegar stóru hængarnir fara á stjá Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2015 15:28 Hausthængur sem Ingólfur Davíðsson veiddi árið 2006 Mynd: Björn Síðsumarsveiðin og haustveiðin er þekkt misjöfnu veðri og þeim möguleika að setja í stóra hænga. Það er eitthvað svo margslungið og spennandi að veiða seinni part sumars og á haustin þegar stóru hængarnir fara á stjá og eiga það til að ráðast á flugurnar af mikilli hörku. Þessi tími er að detta í gang núna og besti tökutíminn er gjarnan seint á kvöldin þegar það fer að rökkva. Hængarnir eru á þessum tíma að detta í riðabúning en svo nefnist fagurrauði liturinn sem þeir klæðast á hrygningartímanum. Krókurinn í neðri skolti fer að stækka og hængurinn fer að gera sig klárann í slaginn um hrygnurnar. Þegar hann er í þessum ham þarf oft ekki mikið til að fá hann til að taka og yfirleitt er best að nota litlar flugur eða gáruflugur til að espa þá upp. Í mörgum ám eru hyljir sem laxinn telur vænlega til hrygningar og þar byrja þessir stóru hængar að koma sér fyrir og laða að sér, eða eins og sumir segja eigna sér, hrygnur til að koma sínum genum áfram. Ef þú þekkir þessa staði er um að gera að leggja áherslu á þá þegar þú ferð í þína haustveiði og reyna ef kostur er að veiða þá í ljósaskiptunum og hvíla yfir bjartasta daginn. Stórir hængar eru ekki margir í hverri á en mikilvægir til að koma genum stórfisks áfram og þar sem það er sleppiskylda á laxi yfir 70 sm í velflestum ám fá þeir að synda aftur frjálsir um hylinn að baráttu við veiðimanninn lokinni. Grimmd þessara laxa er þannig að það er vel þekkt að sumir þeirra taka oftar en einu sinni á hverju hausti og sumir oftar en tvisvar. Allt þetta til að vernda sitt svæði í ánni og til að vernda sínar hrygnur. Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði
Síðsumarsveiðin og haustveiðin er þekkt misjöfnu veðri og þeim möguleika að setja í stóra hænga. Það er eitthvað svo margslungið og spennandi að veiða seinni part sumars og á haustin þegar stóru hængarnir fara á stjá og eiga það til að ráðast á flugurnar af mikilli hörku. Þessi tími er að detta í gang núna og besti tökutíminn er gjarnan seint á kvöldin þegar það fer að rökkva. Hængarnir eru á þessum tíma að detta í riðabúning en svo nefnist fagurrauði liturinn sem þeir klæðast á hrygningartímanum. Krókurinn í neðri skolti fer að stækka og hængurinn fer að gera sig klárann í slaginn um hrygnurnar. Þegar hann er í þessum ham þarf oft ekki mikið til að fá hann til að taka og yfirleitt er best að nota litlar flugur eða gáruflugur til að espa þá upp. Í mörgum ám eru hyljir sem laxinn telur vænlega til hrygningar og þar byrja þessir stóru hængar að koma sér fyrir og laða að sér, eða eins og sumir segja eigna sér, hrygnur til að koma sínum genum áfram. Ef þú þekkir þessa staði er um að gera að leggja áherslu á þá þegar þú ferð í þína haustveiði og reyna ef kostur er að veiða þá í ljósaskiptunum og hvíla yfir bjartasta daginn. Stórir hængar eru ekki margir í hverri á en mikilvægir til að koma genum stórfisks áfram og þar sem það er sleppiskylda á laxi yfir 70 sm í velflestum ám fá þeir að synda aftur frjálsir um hylinn að baráttu við veiðimanninn lokinni. Grimmd þessara laxa er þannig að það er vel þekkt að sumir þeirra taka oftar en einu sinni á hverju hausti og sumir oftar en tvisvar. Allt þetta til að vernda sitt svæði í ánni og til að vernda sínar hrygnur.
Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði