Bjóða upp á bíó í sérvöldum helli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. ágúst 2015 09:14 Hægt verður að horfa á þrjár stuttmyndir í hellinum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag. Óskarinn RIFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag.
Óskarinn RIFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein