Mikil spenna fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu - Jason Day leiðir enn Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 01:17 Er kominn tími á risatitil hjá Jason Day? Getty Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira