64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2015 12:32 Dammurinn í Blöndu á svæði I Mynd: www.lax-a.net Veiðin í Blöndu er búin að vera og er ennþá feyknagóð en áin hefur þegar bætt gamla metið sitt. það sem er gaman að sjá þegar veiðin af þeim fjórum svæðum sem í ánni eru, er að efstu þrjú svæðin eru að gefa nokkuð jafna veiði. Svæði II sem hefur lengi verið litið stundað er að koma mjög sterkt inn enda um frábært fluguveiðisvæði að ræða. Þar hafa veiðst 451 laxar á fjórar stangir. Svæði III þar sem veitt er á þrjár stangir hefur gefið 439 laxa og síðan hafa komið 386 laxar af svæði IV. Svæði I ber auðvitað höfuð og herðar yfir heildinni en þar hafa í heildina komið 2.285 laxar á land sem í sjálfu sér hefði verið alveg frábært ár í Blöndu. Það er veitt á fjórar stangir á svæði I og mest á fjórum veiðistöðum. Norður- og suður Dammi og síðan Norður- og suður Breiðu. Miðað við þetta er svæði I að gefa 8 laxa á stöng á dag sem er frábær veiði í alla staði. Blanda er í dag með 3.561 lax og þarf aðeins rúmlega vikuveiði til að fara yfir 4.000 laxa og þar sem hún er ekki á leiðinni á yfirfall á næstunni er þetta met langleiðina með að verða að veruleika. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði
Veiðin í Blöndu er búin að vera og er ennþá feyknagóð en áin hefur þegar bætt gamla metið sitt. það sem er gaman að sjá þegar veiðin af þeim fjórum svæðum sem í ánni eru, er að efstu þrjú svæðin eru að gefa nokkuð jafna veiði. Svæði II sem hefur lengi verið litið stundað er að koma mjög sterkt inn enda um frábært fluguveiðisvæði að ræða. Þar hafa veiðst 451 laxar á fjórar stangir. Svæði III þar sem veitt er á þrjár stangir hefur gefið 439 laxa og síðan hafa komið 386 laxar af svæði IV. Svæði I ber auðvitað höfuð og herðar yfir heildinni en þar hafa í heildina komið 2.285 laxar á land sem í sjálfu sér hefði verið alveg frábært ár í Blöndu. Það er veitt á fjórar stangir á svæði I og mest á fjórum veiðistöðum. Norður- og suður Dammi og síðan Norður- og suður Breiðu. Miðað við þetta er svæði I að gefa 8 laxa á stöng á dag sem er frábær veiði í alla staði. Blanda er í dag með 3.561 lax og þarf aðeins rúmlega vikuveiði til að fara yfir 4.000 laxa og þar sem hún er ekki á leiðinni á yfirfall á næstunni er þetta met langleiðina með að verða að veruleika.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði