Forsíðuna prýðir úkraínska fyrirsætan Iana Godnia en ljósmyndari er Hörður Ingason og stílisering höndunum á Ellen Lofts. Myndaþátturinn, sem ber nafnið Smells Like Teen Spirit, var skotinn í Kaupmannahöfn.
Iana Godnia sló algerlega í gegn í fyrra þegar hún gekk tískupallana fyrir stærstu tískuhúsin eins og Louis Vuitton, Calvin Klein og Alexander McQueen. Iana hefur birst á síðum tímarita á borð við rússneska Vogue og Elle.



Hann fæddur og uppalinn á Íslandi en býr nú og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur unnið fyrir tímarit á borð við Euroman, Costume, Elle UK, i-D og Cover Magazine. Einnig hefur hann myndað auglýsingaherferðir fyrir til dæmis Wood Wood, Stine Goya og Part Two.

Ellen er stílisti og leikstjóri sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lærði tísku markaðsfræði í Barcelona og London. Hún hefur unnið fyrir tímarit á borð við I-D Magazine, ELLE og Euroman ásamt því að vera listrænn stjórnandi hjá íslenska fatamerkinu Sigga Maija
Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.