Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Frosti Logason skrifar 12. ágúst 2015 10:20 Paul Watson vandaði Kristjáni Loftssyni ekki kveðjurnar í viðtali við Harmageddon. Formaður Sea Shepard samatakana Paul Watson sagði í spjalli við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun að Kristján Loftsson eigandi Hvals Hf kæmi fyrir sem mjög hrokafullur, sjálfumglaður maður sem væri algerlega sinnulaus um alla andstöðu við hvalveiðar. Um farm flutningaskipsins Winter Bay sem Kristján Loftsson flytur nú til Japans um svokallaða norðausturleið um Íshafið, norður við Rússland, sagði Watson að þrátt fyrir að hann kæmist þá leið í þetta skiptið efaðist hann stórlega um að rússnesk stjórnvöld muni leyfa slíka flutninga í framtíðinni. Watson segir farminn, sem eru um 1800 tonn af frosnu langreyðarkjöti vera ólöglegan þar sem langreyður er skráð í „útrýmingarhættu“ á rauða lista IUCN. Það sé ástæða þess að Kristján Loftsson kjósi að fara Norðurslóðaleiðina þrátt fyrir að sú leið sé óöruggari vegna hafíss. Í viðtalinu talar Watson líka um hvernig menn á hans vegum sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og lýsir því hvernig það var gert. Hann sagði að hætt hefði verið við að sökkva þriðja skipinu á síðustu stundu þar sem um borð hafði verið sofandi vaktmaður. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon
Formaður Sea Shepard samatakana Paul Watson sagði í spjalli við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun að Kristján Loftsson eigandi Hvals Hf kæmi fyrir sem mjög hrokafullur, sjálfumglaður maður sem væri algerlega sinnulaus um alla andstöðu við hvalveiðar. Um farm flutningaskipsins Winter Bay sem Kristján Loftsson flytur nú til Japans um svokallaða norðausturleið um Íshafið, norður við Rússland, sagði Watson að þrátt fyrir að hann kæmist þá leið í þetta skiptið efaðist hann stórlega um að rússnesk stjórnvöld muni leyfa slíka flutninga í framtíðinni. Watson segir farminn, sem eru um 1800 tonn af frosnu langreyðarkjöti vera ólöglegan þar sem langreyður er skráð í „útrýmingarhættu“ á rauða lista IUCN. Það sé ástæða þess að Kristján Loftsson kjósi að fara Norðurslóðaleiðina þrátt fyrir að sú leið sé óöruggari vegna hafíss. Í viðtalinu talar Watson líka um hvernig menn á hans vegum sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og lýsir því hvernig það var gert. Hann sagði að hætt hefði verið við að sökkva þriðja skipinu á síðustu stundu þar sem um borð hafði verið sofandi vaktmaður. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon