Audi S8 Plus er 605 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 09:35 Audi S8 Plus verður snögg limósína. Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent
Audi hefur aldrei boðið flaggskipið A8 bíl í sérstakri kraftaútgáfu, þ.e. með stafina RS í endann. Þó hefur lengi verið til öflugri útgáfa hans, S8. Með nýrri kynslóð A8 bílsins mun Audi nú bjóða S8 Plus útgáfu bílsins með 605 hestafla vél. Audi S8 verður með 520 hestafla vél og venjulegur A8 aflminni en með fjölbreyttara vélarúrvali, þar á meðal dísilvél. Það er aðeins Mercedes Benz S65 sem er aflmeiri af stóru þýsku lúxusbílunum, en hann er líka 12 strokka en Audi S8 Plus er með 8 strokka vél. Þessi Audi S8 Plus bíll er ári snöggur í hundraðið af stórum bíl að vera, eða 3,8 sekúndur og hámarkshraði hans er 306 km/klst. Bíllinn kemur með Carbon-Ceramic bremsum og á 21 tommu álfelgum. Bæði að innnan og utan er bíllinn aðgreindur frá A8 og S8 bílunum með ýmsum smáatriðum. Þessi bíll kemur á markað í nóvember á þessu ári og verðið er 145.200 evrur, eða 21,4 milljónir króna. Eitthvað dýrari verður hann þó hér á landi með sín myndarlegu vörugjöld og söluskatt.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent