Áfram blússandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:09 Þung bílaumferð í Mílanó. Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent