Meðal þeirra sem voru kyntnri í dag má nefna HAM, Hjaltalín, Sing Fang, Gangly, Miklywhale, Kiasmos og East of my Youth. Fyrir skömmu síðan hafði verið tilkynnt um að Hot Chip væri á leið á hátíðina en þetta verður í fjórða sinn sem sveitin spilar á Íslandi.
Iceland Airwaves fer fram víða um miðborgina dagana 4.-8. nóvember næstkomandi. Alls verða um 220 listamenn sem koma fram á hátíðinni.