Apple hélt velli á meðan markaðir hrundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2015 19:38 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti. Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti.
Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira