Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Heimir Már Pétursson skrifar 23. ágúst 2015 18:59 Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Tugþúsundir flóttamanna; karlar, konur og börn eru á vergangi víðs vegar um Evrópu vegna átaka sem Vesturlönd hafa átt beina eða óbeina aðild að. Landamæraverðir í Makedóníu gáfust upp í morgun við að reyna að hefta straum fólks yfir landamærin frá Grikklandi. Undanfarnar vikur hafa um tvö þúsund manns farið yfir landamærin frá yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi yfir til Makedóníu. Ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi á fimmtudag en eftir að varnarmúrar brustu í gær gáfust landamæraverðir endanlega upp í morgun við að reyna að hemja strauminn. Flóttafólk sem kemur þessa leið er flest frá Afganistan, Sýrlandi og Írak og er á flótta undan stríðsátökum. Flestir stoppa ekki lengi í Makedóníu en halda förinni áfram til Serbíu og þaðan til Ungverjalands í von um að komast að lokum inna á Schengen svæðið í öryggið í vestur Evrópu. Lestarstöðin í Gevgelija í Makedóníu er full af fólki sem dögum saman hefur þurft að sofa undir berum himni með mjög takmarkað aðgengi að vatni og mat. Aslam ungur maður frá Afganistan ere inn þeirra sem komst til Makedóníu í dag. „Ég held að landamærin hafi verið lokuð í þrjá daga. En í dag var ástandið betra og okkur tókst að komast alla leið frá Aþenu. Mér líður betur núna komandi frá landi þar sem ríkir stríð. Nú vona ég að mér auðnist að lifa góðu lífi í öruggu landi. Vonandi verður allt betra en við sjáum til hvað gerist,“ sagði Aslam vongóður.Venjulegt fólk á flótta undan stríði og eymdMargt af þessu fólki lifði eðlilegu lífi í heimalandi sínu þar til stríðsátök hrakti það á flótta. Mohamed Haji-Rachid frá Aleppo í Sýrlandi hefur fengið skjól fyrir sig, eiginkonuna og barnungan son í Þýskalandi. „Við höfðum það gott í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Ég var með vinnu, við áttum bíl og nóg af peningum. Við áttum yfirhöfuð gott líf. Ég kem ekki til Þýskalands vegna peninga heldur vegna þess að ástandið er orðið svo slæmt að ég sá enga aðra leið en yfirgefa heimaland mitt,“ segir Haji-Rachid. Andúð á útlendingum almennt og þá sérstaklega á flóttamönnum hefur farið vaxandi víðs vegar um Evrópu með auknum flóttamannastraumi og efnahagslegum afturkipp. Til að mynda kom til átaka lögreglu og á annað hundrað mótmælenda hægri öfgamanna í borginni Heidenau í Þýsklandi í gærkvöldi. En þar hefur verið komið upp nýjum flóttamannabúðum. Borgarstjórinn fordæmdi mótmælendur og sagði að Þjóðverjar ættu að taka vel á móti flóttafólki. Flóttamannastraumurinn er ekki bara frá Afganistan, Sýrlandi og Írak. Ítalska flotanum og norsku varðskipi tókst að bjarga um fjögur þúsund flóttamönnum á illa búnum bátum á Miðjarðarhafinu í gær. Nú þegar hafa um 2.200 flóttamenn farist á hafinu á þessu ári í tilraunum sínum til að að öðlast öryggi og betra líf í vestur Evrópu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Makedónía beitir táragasi á flóttamenn Þúsundir flóttamanna gerðu tilraun í morgun til þess að komast inn í Makedóníu frá Grikklandi. 21. ágúst 2015 10:20