Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 06:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira