Traustur, sterkur og veðurbarinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:15 Textinn á sökklinum er á íslensku, hollensku, ensku og grænlensku. Svona lítur sá grænlenski út: Aalisartup islandimiup Issittup imartaani immap uumasorujussua takusimavaa. Oqaluttuarerusukkunnaarpaali inuit illaatigiinnartarmanni. Vísir/GVA Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“ Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira