Sprengdu annað hof í Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 07:26 Hof Bel þótti vel varðveitt. Íbúar segja einungis einn vegg standa uppi. Vísir/Getty Vígamenn samtakanna Íslamskt ríki eru sagðir hafa stórskemmt hof Bel í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Samtökin hertóku borgina í maí og hafa síðan þá skemmt nokkur forn hof. Einungis nokkrir dagar eru frá því að samtökin sprengdu upp fornt hof Föníka sem tileinkað var Baalshamin, guði storma og rigninga. Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO og þykja einhverjar þær merkilegustu í Mið-Austurlöndum. Stofnunin hefur farið fram á að litið verði á eyðileggingu Baalshamin hofsins sem stríðsglæp. Íbúar nærri rústunum sögðu AP fréttaveitunni frá gríðarstórum sprengingum í gærkvöldi (um 1:45 að staðartíma) og að aðeins einn veggur af Bel hofinu stæði nú uppi. Sömuleiðis hafa samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sagt að hofið sé skemmt. Auk þess að skemma rústirnar hafa ISIS notað fornt hringleikahús sem svið fyrir fjöldaaftöku. Þá var fornleifafræðingur sem hafði umsjón með rústunum um áratugi, nýlega tekinn af lífi. Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Skutu 25 menn í hringleikahúsi Nýtt myndband frá ISIS. 6. júlí 2015 07:00 ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22 Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38 Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Vígamenn samtakanna Íslamskt ríki eru sagðir hafa stórskemmt hof Bel í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Samtökin hertóku borgina í maí og hafa síðan þá skemmt nokkur forn hof. Einungis nokkrir dagar eru frá því að samtökin sprengdu upp fornt hof Föníka sem tileinkað var Baalshamin, guði storma og rigninga. Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO og þykja einhverjar þær merkilegustu í Mið-Austurlöndum. Stofnunin hefur farið fram á að litið verði á eyðileggingu Baalshamin hofsins sem stríðsglæp. Íbúar nærri rústunum sögðu AP fréttaveitunni frá gríðarstórum sprengingum í gærkvöldi (um 1:45 að staðartíma) og að aðeins einn veggur af Bel hofinu stæði nú uppi. Sömuleiðis hafa samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sagt að hofið sé skemmt. Auk þess að skemma rústirnar hafa ISIS notað fornt hringleikahús sem svið fyrir fjöldaaftöku. Þá var fornleifafræðingur sem hafði umsjón með rústunum um áratugi, nýlega tekinn af lífi. Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Skutu 25 menn í hringleikahúsi Nýtt myndband frá ISIS. 6. júlí 2015 07:00 ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22 Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38 Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra. 25. ágúst 2015 13:22
Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi. 19. ágúst 2015 07:38
Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin Eyðilögðu fornt hof í borginni Palmyra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. 24. ágúst 2015 07:11