Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu.
Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born.
Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn.
Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.



