Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2015 13:00 Flottur lax úr Blöndu í sumar Veiðisumarið sem nú er senn a enda hefur verið svo gott í sumum veiðiánum að erfitt að sjá hvernig aflatalan verður toppuð. Aflahæsta áinn er Ytri Rangá sem er að detta í 7.500 laxa og nær líkalega 8.000 löxum fyrir mánaðarmót en bæði Ytri og Eystri Rangá eru bornar uppi af sleppingum eins og kunnugt er. Af sjálfbæru laxveiðiánum er Miðfjarðará aflahæst en hún er hægt og rólega að nálgast 6.000 laxa og það er árangur sem verður örugglega erfitt að toppa. Blanda er í öðru sæti með 4.806 laxa, Norðurá í þriðja sæti með 2.886 laxa, Langá í fjórða sæti með 2374 laxa og svo er Þverá/Kjarrá í fimmta sæti yfir sjálfbæru árnar. Af þessum ofantöldu ám er ennþá veitt í Blöndu, Miðfjarðará og Langá svo lokutölurnar úr þessum ám eru ennþá ekki komnar í ljós. Milli systranna Ytri- og Eystri Rangá er þó töluverður munur sem yfirleitt síðustu ár hefur heldur hallað á Ytri ánna en svo er ekki í ár og er veiðin í henni mun betri en í þeirri Eystri sem hefur skilað rúmlega 2.600 löxum á land í sumar. Heilt yfir tala veiðimenn og veiðifélög um að árnar séu í góðu standi og ennþá nægur fiskur í þeim svo þeir sem hafa ekki ennþá fyllt kistuna hafa ennþá alla vega 3 vikur til að bæta í hana. Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði
Veiðisumarið sem nú er senn a enda hefur verið svo gott í sumum veiðiánum að erfitt að sjá hvernig aflatalan verður toppuð. Aflahæsta áinn er Ytri Rangá sem er að detta í 7.500 laxa og nær líkalega 8.000 löxum fyrir mánaðarmót en bæði Ytri og Eystri Rangá eru bornar uppi af sleppingum eins og kunnugt er. Af sjálfbæru laxveiðiánum er Miðfjarðará aflahæst en hún er hægt og rólega að nálgast 6.000 laxa og það er árangur sem verður örugglega erfitt að toppa. Blanda er í öðru sæti með 4.806 laxa, Norðurá í þriðja sæti með 2.886 laxa, Langá í fjórða sæti með 2374 laxa og svo er Þverá/Kjarrá í fimmta sæti yfir sjálfbæru árnar. Af þessum ofantöldu ám er ennþá veitt í Blöndu, Miðfjarðará og Langá svo lokutölurnar úr þessum ám eru ennþá ekki komnar í ljós. Milli systranna Ytri- og Eystri Rangá er þó töluverður munur sem yfirleitt síðustu ár hefur heldur hallað á Ytri ánna en svo er ekki í ár og er veiðin í henni mun betri en í þeirri Eystri sem hefur skilað rúmlega 2.600 löxum á land í sumar. Heilt yfir tala veiðimenn og veiðifélög um að árnar séu í góðu standi og ennþá nægur fiskur í þeim svo þeir sem hafa ekki ennþá fyllt kistuna hafa ennþá alla vega 3 vikur til að bæta í hana.
Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði