Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Ritstjórn skrifar 18. september 2015 16:15 skjáskot Sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz frumsýndi á dögunum auglýsingaherferð sem leggur áherslu á mikilvægi þess að endurvinna fatnað. Það er enginn annar en Iggy Pop sem talar undir auglýsingunni þar sem farið er yfir þau boð og bönn sem hafa einkennt tískuheiminn í gegnum tíðina. Til dæmis að bannað sé að blanda saman litunum rauðum og bleikum, vera í sokkum og sandölum, fara í brúna skó eftir klukkan 18, vera með hatt innandyra, vera ber að ofan, vera of snyrtilegur, vera of til hafður, og svo framvegis. Það má segja að auglýsingin varpi ljósi á fáranleika þessara "reglna" en í lokinn kemur texti sem segir einfaldlega "Það er aðeins ein regla þegar kemur að tísku: endurvinnum fötin okkar" Það verður að teljast ansi gott að verslanarisinn taki þátt í umræðunni um endurvinnslu enda hafa þeir verðir gagnrýndir fyrir einkar óumhverfisvæna framleiðsluhætti. Nú hvetja þeir viðskiptavini sína að koma með föt sem þeir hafa ekki not fyrir lengur í búðina til sín og þeir sjá um að endurvinna fatnaðinn. Vonandi er þetta skref í rétta átt - fyrir okkur öll! Glamour Tíska Mest lesið Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Síðkjólar og demantar á konunglegri frumsýningu Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Hinar fullkomnu augabrúnir Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour
Sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz frumsýndi á dögunum auglýsingaherferð sem leggur áherslu á mikilvægi þess að endurvinna fatnað. Það er enginn annar en Iggy Pop sem talar undir auglýsingunni þar sem farið er yfir þau boð og bönn sem hafa einkennt tískuheiminn í gegnum tíðina. Til dæmis að bannað sé að blanda saman litunum rauðum og bleikum, vera í sokkum og sandölum, fara í brúna skó eftir klukkan 18, vera með hatt innandyra, vera ber að ofan, vera of snyrtilegur, vera of til hafður, og svo framvegis. Það má segja að auglýsingin varpi ljósi á fáranleika þessara "reglna" en í lokinn kemur texti sem segir einfaldlega "Það er aðeins ein regla þegar kemur að tísku: endurvinnum fötin okkar" Það verður að teljast ansi gott að verslanarisinn taki þátt í umræðunni um endurvinnslu enda hafa þeir verðir gagnrýndir fyrir einkar óumhverfisvæna framleiðsluhætti. Nú hvetja þeir viðskiptavini sína að koma með föt sem þeir hafa ekki not fyrir lengur í búðina til sín og þeir sjá um að endurvinna fatnaðinn. Vonandi er þetta skref í rétta átt - fyrir okkur öll!
Glamour Tíska Mest lesið Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Síðkjólar og demantar á konunglegri frumsýningu Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Hinar fullkomnu augabrúnir Glamour Mætti í Gucci beint af tískupallinum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour