Hægt að hafa áhrif á samfélagið með einni mínútu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 20:27 Hallfríður Þóra ásamt samstarfskonu sinni, Aude Busson. Vísir/Hallfríður Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi. RIFF Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi.
RIFF Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp