Erla: Mjög erfið ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2015 13:30 Erla Ásgeirsdóttir kemur í mark á ÓL 2014. vísir/getty Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir. Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira
Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir.
Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira