Ætlar sér ekkert að reyna að toppa sjötugsafmælið enda ómögulegt Guðrún Ansnes skrifar 14. september 2015 10:30 Rannveig og Sverrir aldeilis ferðbúin, en þau ætla sér að ferðast um Suðurland í dag og láta stemninguna ráða för. Vísir/GVA Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira