Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Kári Örn Hinriksson skrifar 14. september 2015 17:00 Bae þarf að skipta út drivernum fyrir riffil. Getty Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira