Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 14:29 Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Höfn í Hornafirði síðastliðna viku. Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07
Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44
Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03
Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15