En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði?
„Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur.
Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“

Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“