Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2015 07:00 Fundur samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Gva Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“ Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira