Þungar áhyggjur á Landspítalanum af yfirvofandi verkföllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. september 2015 19:01 Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45