Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:58 Veðurstofan telur mikilvægt að upplýsa almenning um mögulega vatnavá vegna Skaftárhlaups. mynd/veðurstofa íslands Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira