Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:58 Veðurstofan telur mikilvægt að upplýsa almenning um mögulega vatnavá vegna Skaftárhlaups. mynd/veðurstofa íslands Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira