Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2015 23:47 Salka Sól og félagar ætla í hljóðver í næstu viku. mynd/salka sól Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut. Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut.
Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira