Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2015 07:00 Fólk kemur af baráttufundi í Háskólabíói Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira