Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Ritstjórn skrifar 25. september 2015 10:00 Yoko Ono Skjáskot Tökur fyrir eitt frægasta dagatal í heimi, Pirelli-dagatalið, fóru fram á dögunum en dagatalið er þekkt fyrir að hafa myndir af fyrirsætum, oftar en ekki fáklæddar. Í ár er breyting þar á en Pirelli fékk til liðs við sig flottar konur sem hafa skarað fram úr á ýmsum ólíkum sviðum og setti saman myndtöku með sjálfa Annie Leibovitz á bakvið linsuna.Yoko Ono, Amy Schumer, Serena Williams, Fran Lebowitz, Patti Smith, Tavi Gevinson og Natalia Vodianova, sem er sú eina sem hefur verið í dagatalinu áður."Ég byrjaði að hugsa um hlutverk kvenna sem hafa náð langt," segir Leibovitz um tökuna "Mig langaði að gera seríu af portrettum þar sem konurnar væri endurspeglaðar á náttúrulegan og sterkan hátt og þess vegna eru þessar myndir einfaldar stúdíómyndir. Þetta er eitthvað öðruvísi en hefur verið gert áður. Myndirnar eru lausar við alla tilgerð og mjög blátt áfram." Ef marka má þessar myndir sem láku út baksviðs frá tökunum eigum við von á góðu í nóvember þegar dagatalið kemur út. Amy Schumer og Annie Leibowitz.SkjáskotPirelli datagtalið var fyrst gefið út árið 1964 og hefur yfirleitt vakið mikla athygli. Í fyrra sáu Steven Meisel og Carine Roitfeld um tökurnar en þær myndir má sjá betur hér. Tavi Gevinson.skjáskotFran Leibowitz.skjáskotPatti Smith.skjáskotNatalia Vodianova.skjáskotSerena Williams.Skjáskot Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Mest lesið Kim og Kanye munu eyða þakkagjörðarhátíðinni á spítalanum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Marc Jabobs byrjar með látum á Instagram Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour Golden Globes 2016: Eftirpartýin Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour Will & Grace snýr aftur á sjónvarpsskjáinn Glamour
Tökur fyrir eitt frægasta dagatal í heimi, Pirelli-dagatalið, fóru fram á dögunum en dagatalið er þekkt fyrir að hafa myndir af fyrirsætum, oftar en ekki fáklæddar. Í ár er breyting þar á en Pirelli fékk til liðs við sig flottar konur sem hafa skarað fram úr á ýmsum ólíkum sviðum og setti saman myndtöku með sjálfa Annie Leibovitz á bakvið linsuna.Yoko Ono, Amy Schumer, Serena Williams, Fran Lebowitz, Patti Smith, Tavi Gevinson og Natalia Vodianova, sem er sú eina sem hefur verið í dagatalinu áður."Ég byrjaði að hugsa um hlutverk kvenna sem hafa náð langt," segir Leibovitz um tökuna "Mig langaði að gera seríu af portrettum þar sem konurnar væri endurspeglaðar á náttúrulegan og sterkan hátt og þess vegna eru þessar myndir einfaldar stúdíómyndir. Þetta er eitthvað öðruvísi en hefur verið gert áður. Myndirnar eru lausar við alla tilgerð og mjög blátt áfram." Ef marka má þessar myndir sem láku út baksviðs frá tökunum eigum við von á góðu í nóvember þegar dagatalið kemur út. Amy Schumer og Annie Leibowitz.SkjáskotPirelli datagtalið var fyrst gefið út árið 1964 og hefur yfirleitt vakið mikla athygli. Í fyrra sáu Steven Meisel og Carine Roitfeld um tökurnar en þær myndir má sjá betur hér. Tavi Gevinson.skjáskotFran Leibowitz.skjáskotPatti Smith.skjáskotNatalia Vodianova.skjáskotSerena Williams.Skjáskot Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Mest lesið Kim og Kanye munu eyða þakkagjörðarhátíðinni á spítalanum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Yfirhafnir mikilvægastar í París Glamour Marc Jabobs byrjar með látum á Instagram Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour Golden Globes 2016: Eftirpartýin Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour Will & Grace snýr aftur á sjónvarpsskjáinn Glamour