Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 16:24 Matthias Müller fyrir framan Porsche 918 Spyder. Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent