Bieber klæddist í íslenskri hönnun hér á landi en sjá mátti hann í hettupeysunni Gunnar frá 66°Norður í Snapchatti sem hann setti inn á reikning Rory Kramer sem var með honum á landinu.
Í myndbandinu má sjá Bieber gleðjast þegar hann heyrir lag með sér á íslenskri útvarpsstöð, lagið What Do You Mean.
Justin Bieber bætist þar með í hóp frægra stjarna sem klæðast 66°Norður fatnaði og má þar nefna Scarlett Johanson, Beoncé, Jay-Z, Justin Timberlake, Jake Gyllenhall, Frank Ocean, Eli Roth, Quentin Tarantino svo einhverjir séu nefndir.
Bieber yfirgaf Ísland í gær.