Fundu svar við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 09:45 Freddie heitinn Mercury á tónleikum í París árið 1984. Vísir/Getty Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira