Brotthvarf forstjóra Volkswagen staðfest Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:30 Winterkorn er farinn úr stóli forstjóra Volkswagen. Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent
Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent