Hljómsveitin hefur sent frá sér fjölda textamyndbanda við lög af Beneath the Skin. Siggi Sigurjóns kom fram í fyrsta myndbandinu sem vakti mikla athygli en hann túlkaði lagið Crystals.
Sjá einnig:„Of spennandi og skrýtið til að hafna því“
Það var svo Atli Freyr Demantur sem kom fram í myndbandinu við lagið I of the Storm og leikkonan Guðrún Bjarnadóttir túlkaði lagið Empire. Plötusnúðurinn Natalie G. Sigurðardóttir kom síðan fram í textamyndbandi við lagið Hunger og leikarinn Björn Stefánsson túlkaði lagið Human. Söngkona Of Monsters and Men, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, kom svo fram í myndbandi við lagið Organs.
En nú er sem sagt komið að Ingvari E. sem er Íslendingum að góðu kunnur. Myndbandið má sjá hér að neðan.