Sjónræn matarveisla á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2015 13:30 Myndin var tekin árið 2013 frá samskonar viðburði. vísir ,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900. RIFF Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900.
RIFF Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira