Til að byrja með hafði hann útbúið virkilega skemmtilegt opnunarmyndband þar sem hann gerði grín af öllu því framboði af sjónvarpsþáttum sem er til og hvernig fólk hafi í raun tíma til að horfa á þetta allt saman.
Síðan var komið að opnunarræðu hans. Hún var heldur betur beinskeytt og voru sumir brandarar hans grófari en aðrir. Samberg er þekktur fyrir mjög svartan húmor og var hann í þeim gír í gærkvöldi.
Hér að neðan má sjá bæði opnunaratriðið og opnunarræðu Samberg frá því í nótt.